Leita í fréttum mbl.is

Já sprengidagur það verður gaman

Ágætur bloggvinur minn hafði af því áhyggjur að fólk vissi ekki lengur hvernig öskupokar væru notaði og þaðan af síður þeir vissu hvernig þeir væru búnir til. Ég deili þessum áhyggjum með honum sannarlega.

Ég sagði við barnabörnin mín í gær ,,Jæja á morgun er Sprengidagur hlakkar ykkur ekki til?". Það lifnaði yfir þeim þó aðallega stelpunum og sú eldri sagði jíbí jú það verður gaman. Ertu búinn að kaupa svona sprengi....?". Börnin litu stórum spurnaraugum á afa. Jú ég er sko búin að því ég reddaði því sko fyrir helgi. ,,Megum við sjá" sagði sú eldri. Jebb komið með afa. Ég fór með börnin fram í þvottahús þar sem gamalt ísskápshró er geymt og geymir ýmsar krásir. Ég opnaði skápinn og sagði ,,Sjáið allt klárt svo er bara bíða til morguns og þá setur afi upp kjötið og allt tilheyrandi". 

Börnin litu skilningssljó á afa. Þau litu á afa sinn og sögðu ,,nei afi við erum að meina þetta sprengi, svona sem fer upp í loftið". Aaaaaaaaa eru þið að meina flugelda? haldið þið að það sé þannig dagur? afi glotti. Börnunum var ekki skemmt svona í fyrstu undrunarsvipur á andlitum þeirra leyndi sér ekki. Eftir útskýringar þá þótti þeim þetta bara nokkuð fyndið. 

Flugeldar

Í tilefni dagsins þá skaut ég upp nokkrum flugeldum sem ég tileinka afmælisdegi Hrannar systur.

Annars sat öll familían til borðs í kvöld og át saltket og baunir, en túkallinn átum við ekki enda kreppa og túkallinn fer í matarsjóðinn. Á morgun er svo öskudagur og þá verður maður trúlega með myndavélina á lofti hingað og þangað. Frí í skólum og eftir hádegi koma svo barnabörnin til afa og ömmu og fá að gista þar sem engin kennsla er í skólunum á fimmtudag.

Nóg í bili.

Málsháttur dagsins: Alls staðar er sá nýtur er nokkuð kann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Það eru ekki allir sem fá flugeldar í tilefni afmælisinsVissi að þú myndir halda deginum í heiðri fyrir mig í heiðardalnum enda var lítið um dýrðir hér þar sem ég eyddi deginum í vinnu

Hrönn Jóhannesdóttir, 25.2.2009 kl. 08:56

2 identicon

Vona að þér hafi verið gott ef kjétinu frændi

Anna Bogga (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

233 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband