Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

,,Stjörnuhrap" takk fyrir.

Nú hefur komið í ljós að ,,Lúxusbíla" eign landans hefur slegið öll met. Styttist örugglega í að þar muni landinn setja heimsmet í eign ,,Lúxusbíla". Ég velti því fyrir mér hvort þetta endurspegli í raun velmegun okkar eða hvort þarna sé hluti skýringarinnar á gríðarlegum yfirdráttarheimildum landans?

Í gær máttu stelpurnar í sameiginlegu liði Þórs/KA þola 1-6 tap gegn vesturbæjar,,Stórveldinu" KR í gærkvöld. ,,Stórveldi" vesturbæjarliðsins er jú sem stendur einungis bundið við kvennaknattspyrnu því karlalið þeirra steinlá í gærkvöld og stefna hraðbyr á 1. deildina.

Mínir menn í 1. deildarliði Þórs taka í kvöld á móti liði Stjörnunnar úr Garðabæ, og el ég þá von í brjósti mér að gestirnir úr Garðabæ fari stigalausir heim að leik loknum. Eiga mínir menn harma að hefna þar sem Stjarnan vann fyrri viðureign liðanna fyrr í sumar. Ég bið um eitt stykki ,,Stjörnuhrap" í kvöld

Dagurinn hófst á morgunkaffi í Hamri eins og alla aðra föstudaga. Þar hittast menn og konur og drekka saman kaffi og leysa öll heimsins vandamál, ef þau eru ekki leyst þá eru í það minnsta lagður grunnurinn af því. Þessi kaffiklúbbur er öllum opin og allir velkomnir, en eðli málsins samkvæmt þá eru jú þetta nær einvörðungu Þórsarar sem þarna koma saman. En það kemur þó fyrir að félagar úr öðrum félögum láta sjá sig og er ávallt vel tekið á móti þeim.

Fróðleikur dagsins: Tunga kamelljóns er tvöfalt lengri en líkami þess.

Hvaða tilgangi þjónar svona könnun?

kosningVelti því fyrir mér af og til hvort skoðanakannanir séu alltaf til góðs? Í sumum tilfellum eru þær til gamans gerðar og þá ber að taka þær með miklum fyrirvara. Svo skjóta upp kannanir sem manni finnst næstum því óraunhæfar, og geta verið villandi.

Sá t.d eina könnun þar sem spurt var ,, Eru eldvarnir á meðferðarstofnunum í ólestri?" valmöguleikarnir Já - nei. Hvernig á allur venjulegur almenningur að geta svarað þessu? Hefði ekki verið nær að orða þetta t.d. Telur þú......? Að mínu mati er þetta skoðanakönnun sem á ekki rétt á sér eins og hún er sett upp, bara alls ekki og af hverju?

T.a.m. hefði ég geta smellt á annan hvorn valmöguleikann og þannig haft áhrif á könnunina án þess að hafa nokkurt vit á því í hvernig ástandi þessi mál eru. Með því hefði ég ekki gert neinum greiða. Og það sem meira er þeir sem gera könnunina gera heldur engum greiða. Þetta er kannski ein af þeim ástæðum þess að fólk er að verða töluvert pirrað á þessum endalausum skoðanakönnunum sem engum tilgangi þjónar.

Fróðleikur dagsins: Sykri var fyrst bætt í tyggigúmmí árið 1869… af tannlækni.

Eiga menn ávallt að komast upp með að segja bara ,,úpps"

Bomba,,Þetta er bara klúður á klúður ofan, finnst mér og þegar maður kynnir sér aðdraganda málsins þá virðist allt hafa farið úr böndunum sem hægt gat," sagði Steinunn Valdís eftir fund með Samgöngunefnd. Þetta er nokkuð sem hún hefði átt að vita fyrir. Þetta blessaða Grímseyjarferjumál er og hefur verið eins og tifandi tímasprengja.

Steinunn Valdís segir enn fremur ,, Mér finnst bara sorglegt að sjá þá sóun á fjármunum sem þarna hefur átt sér stað,"og ,, Til að hindra að mistök sem þessi í framkvæmd fjárlaganna endurtaki sig telur Steinunn Valdís að það þurfi að tryggja að ferlar verði skýrari og að taka þurfi upp einhverskonar rammafjárlagagerð fyrir ríkisstofnanir".

Ég er sammála Steinunni að öllu leyti. En ég vil sjá menn dregna til ábyrgðar óháð því hvar í flokk þeir standa. Ef menn komast alltaf upp með að segja ,,úpps það verður að tryggja að svona gerist ekki aftur ogsfr....." þá breytist aldrei neitt.

Ég segi hingað og ekki lengra þjóðin verðskuldar að stjórnmálamenn sem og allir aðrir embættismenn fari nú að taka ábyrgð á sínum störfum. Og síðast en ekki síst þá verðaskulda Grímseyingar það að þessu ferjumáli ljúki og þeir fái alvöru skip í rekstur til að sinna þeirra þörfum, ekki seinna en í gær.

Fróðleikur dagsins: Fæddur frjáls – Skattpíndur til dauða.


mbl.is Grímseyjarferja „klúður á klúður ofan"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarbúar eitthvað að misskilja þetta

gorillaMikið hefur verið rætt um skrílslæti í Reykjavík á undanförnum misserum, þar sem ekkert virðist ráðast við ofbeldisfulla og snarbilaða borgarbúa. Venjulegt fólk virðist vera í lífshættu af því einu að hætta sér í 101 eftir að rökkva tekur.

Það hefur vakið athygli mína að til er veruleikafirrt fólk sem heldur því blákalt fram að reykingabann á skemmtistöðum sé ein af aðal ástæðum þess að fólk missir stjórn á skapi sínu og misþyrmir samborgurum sínum sér til skemmtunar.

Þegar ég las einhvers staðar að Reykjavík væri ,,Grænasta" borg í heimi var mér hugsað til þess að þarna væri trúlega orsökin fyrir þessum ólátum borgarbúa komin. Eitthvað hafa þeir misskilið hvað það er að búa í ,,grænni" borg. Getur verið að þar með hafi frummaðurinn (apinn) í borgarbúum verið vakinn til lífsins? Það er ekki ólíklegt því í þeirra heimi þ.e.a.s. frummannsins og apans gilda hin einu og sönnu frumskógarlögmál.

Nú er bara vona að þessi góði Villi fari nú að koma einhverju öðrum lit á borgina svo að lífið þar geti færst í mannsæmandi horf að nýju. Þá vona ég að Akureyrarbær reyni ekki á nokkurn hátt að verða sér úti um slíka vottun. 

Fróðleikur dagsins:  Börn fæðast án hnéskelja. Þær myndast ekki fyrr en við 2-6 ára aldur.

Stelimaðurinn kom og ......

Tap gegn liðum sem eru neðar á töflunni er eitthvað sem toppliðin þurfa og verða að af og til að sætta sig við. Enda vilja öll liðin vinna þessi topplið. Svona er þetta bara og ekkert við því að gera annað en að láta sér hlakka til næstu leikja - áfram Manchester City.

Annað lið sem mér er kært mátti í gær lúta í gras eins og Bjarni Fel segir gjarnan þegar lið tapar en Þórsarar léku gegn Grindavík í gær og töpuðu 3-0  segi enn og aftur Áfram Þór alltaf, allstaðar.

BommfireÁ föstudagskvöldið vígði ég formlega sólpallinn með flugeldasýningu og tilheyrandi. Fékk þá félaga í fjárfestingabankanum Saga Capital til liðs við mig. Samtímis skutu þeir upp flugeldum og ég og barnabörnin tendruðum eld í nýja eldstæðinu ,,Bommfire". Magnað hjá okkur öllum. Samstilling á tímasetningu hjá okkur í Drekagilinu og niður við pollinn hjá Saga Capital gat ekki verið nákvæmara, greinilega frábærir saman.

Þegar tendrað hafði verið upp í ,,Bommfire" átti sér stað afar merkilegt samtal milli afa og barnabarns sem var nokkrun vegin svona.

Afi! í gær fór pabbi minn og keypti svona ,,Bommfire" eins og þú átt, nema það er svona gult á litinn". Ég leit á barnið og setti upp undrunarsvip og um leið fullur áhuga í von um góða sögu og sagði ,,Jæja er það?. Pabbi minn fór í gær í Bykó og keypti svona gulan og konan í búðinni sagði pabba mínum að keyra bara inn í búðina. Hún hjálpaði svo pabba mínum að setja þetta inn í bílinn af því að þetta er svo þungt". Smá þögn en svo hélt barnið áfram ,,Pabbi minn setti ,,Bommfire" bak við hús þar sem trambólinið er og við ætlum svo að kveikja uppí því á morgun". Það var komin ævintýra glampi í augu barnsins hún var komin á flug.

Við sátum stutta stund þögul bæði greinilega að hugsa næstu skref í þessari sögustund. Afi rauf þögnina og sagði ,,Ja hérna mér þykir týra" barnið leit opinmynt á afa og skildi greinilega ekki alveg hvað hann átti við. Svo afi rauf aftur þögnina og sagði ,,veistu! afi verður bara koma í heimsókn á morgun og sjá nýja ,,Bommfire" ykkar það verður gaman"

Barnið leit til skiptis í eldstæðið ,,Bommfire" og afa hún var hugsi þögnin var örlítði lengri en áður. Svo skyndilega leit hún á afa sinn og sagði ,, Nei það er ekki hægt þú getur ekki séð okkar ,,Bommfire" það er ekki hægt. Nú sagði afi og setti upp undrunarsvip ,,af hverju get ég ekki séð ,,Bommfire" ykkar?".

Veistu! sagði barnið ,, í nótt kom Stelimaðurinn og tók ,,Bommfire" okkar og fór aftur með það í búðina svo nú eigum við ekkert ,,Bommfire" lengur. Ja hérna mér þykir þú segja fréttir sagði ég og setti upp svona samúðarsvip. Eftir stutta þögn endurtók barnið þetta og sagði ,,já Stelimaðurinn tók ,,Bommfire" okkar nú þarf pabbi að kaupa nýtt seinna". Nú kom talsverð þögn barnið og afinn litu til skiptis á hvort annað og inn í eldstæðið ,,Bommfire". Barnið rauf þögnina og sagði ,,afi má ég henda kubb inn í ,,Bommfire"?.

Það er alveg ljóst að þetta nýja eldstæði ,,Bommfire" (Bommfire er nafngift sem verður ekkí útskýrt hér og nú, kannski seinna) hefur einhvern duldin kraft og seiðmögnuð áhrif á viðstadda. Og ef þetta er það sem koma skal er deginum ljósara að það verður oft, já oft tendrað bál með barnabörnunum og stundarinnar notið. Og að þessu nýyrði sem barnabarnið kom með þ.e.a.s. ,,Stelimaður" er kannski gott dæmi um að menntun barna okkar skilar sér fljótt og örugglega enda barnið nýbyrjað í skóla já búin að vera heila tvo daga. Segið svo að hið íslenska menntakerfi sé ekki magnað?.

Fróðleikur dagsins: Af litlum neista verður oft mikið bál.


Dæmalaust raus út af engu.

carlsbergDæmalaust hvað menn geta gert mikið mál úr nákvæmlega engu. Er þetta ekki bara sjálfsögð þjónusta við kúnann að geta keypt ölið kælt?

Get ekki séð hvað það er sem er svo siðlaust við að selja þessa vöru kalda. Ég get farið út í Nettó og keypt kalt Coke og Pepsi og þykir það sjálfsagður hlutur.

Er viðkvæmni fólks ekki farin að vera full mikil ef svona mál eru farin að trufla daglegt líf daginn út og daginn inn?

Ekkert slagorð fylgir þessari færslu en skora á fólk að hlusta á lag Magnúsar Eiríkssonar um Rónann  og hefst á þessum orðum ,, Undir gömlum árabát er nætur staður manns...."


mbl.is Stóra bjór- og vínkælismálið sett á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristján L. Möller vissi allan tíman hvað hann söng.

KristjánMöllerÞetta blessaða ,,Grímseyjarferju mál" virtist í upphafi virtist vera einn stór brandari. Nú hefur komið á daginn að þetta er eitt allsherjar klúður frá A-Ö seinustu ríkisstjórn til háborinna skammar.

Ráðherrar og stjórnarþingmenn gerðu lítið úr því þegar Kristján L. Möller tók að velta upp einum og einum steini sem honum fannst bera keim af skítalikt og sá þá fljótt að af málinu var mikil skítalikt - mikill fnykur.

Þeir þingmenn, sem lítið gerðu úr þessu máli í kosningabaráttunni, og sögðu m.a. ,,þetta er bara stormur í vatnsglasi og smá moldviðri" sem KLM þingmaður er að reyna nýta sér sem atkvæðasmölum í kosningabaráttunni. Þessir ágætu þingmenn ættu nú að sýna sóma sinn og taka á sig örlítið af ábyrgð svona til tilbreytinga.

Það eina sem Kristján L. Möller gerði var bara fletta ofan af vondum vinnubrögðum en situr nú uppi með þetta blessað skip sem er verið að reyna gera að ferju handa Grímseyingum.

En stóra spurningin er þessi ,,af hverju skríða þeir ráðherrar og þingmenn í felur og reyna afsaka þetta endemis klúður sem þeir eiga skuldlaust, hvað veldur? Held ég tileinki fróðleik dagsins þeim viðeigandi ráðamönnum sem stóðu að því að þessi riðkláfur var keyptur og reynt að breyta í ferju með því klúðri sem lýðnum er ljós.

Fróðleikur dagsins: Mörg viturleg orð eru sögð í gamni. Því miður er miklu meira um það, að heimskuleg orð séu sögð í fullri alvöru.

 


mbl.is Vegagerðin og fjármálaráðuneytið skiptust á skoðunum um Grímseyjarferju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hlaut að vera.

Þar kom skýringin á þeim himinháu tekjum sem maður hefur haft í gegnum tíðina - hjúkkitt. Og hjálpsemin það hlaut að vera mikið er manni nú létt

Pæling dagsins: Ef ekkert festist við teflon, hvernig fá þeir þá teflon til að festast við potta og pönnur?
mbl.is Fallegt fólk þénar mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart

Ekkert smá grobbinn.Varla hefur það komið einhverjum á óvart að City skildi fara með sigur af hólmi í þessum leik, þ.e. um baráttuna um Manchesterborg?

þetta er náttúrulega bara ljúft.

Speki dagsins: You are me City my only City.....


mbl.is Manchester City efst eftir sigur á Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínn dagur hjá Þórsurum.

Lárus Orri SigurðssonÓhætt er að fullyrða að dagurinn í dag hafi verið árangursríkur hjá okkur Þórsurum. Í það fyrsta vann m.fl. karla lið Fjarðarbyggðar hér á Akureyrarvelli í dag með 1-0 með marki frá Hreini Hringssyni. Er þetta langþráður sigur minna manna sem ekki höfðu unnið deildarleik frá því er þeir unni Njarðvík hér á heimavelli snemma í júní en þann leik vann Þór 2-1, til hamingju strákar.

Sameinað lið Þór/KA í m.fl. kvenna sem Þór rekur að öllu leyti vann 0-1 sigur á Fylki á útivelli á sama tíma og eru þær á hægri leið upp stigatöfluna og stigu þar með stórt skref í þeirri baráttu að tryggja sæti sitt í efstu deild, til hamingju stelpur.

Þá fór fram úrslitakeppni í 6.fl. karla í n.a riðli Íslandsmótsins á Þórsvellinum í dag og átti Þór tvö lið í þeirri keppni þ.e. A og B lið. Skemmst er frá því að segja að bæði liðin stóðu uppi sem sigurvegarar. Frábær árangur, til hamingju strákar. Þjálfari strákana er Hlynur Eiríksson.

Á morgun tekur svo A-lið stúlkna í 6. fl. þátt í n.a. riðli Íslandsmótsins í knattspyrnu og verður gaman að sjá hvernig þeim mun vegna í því móti. Þjálfari þeirra er engin annar en knattspyrnukóngurinn Hlynur Birgisson.

Frábær dagur til hamingju Þórsarar nær og fjær.

Í nótt fengu svo barnabörnin Margrét Birta og Elín Alma að gista hjá ömmu og afa, svo að mikið fjör var í Drekagilinu eins og venjan er þegar þær eru á staðnum. Þegar svo háttar til fær engin að sofa út þrátt fyrir bænir þar um. Það er samt í góðu lagi því þær eru þvílíkir gleðigjafar að fátt eða ekkert toppar þetta.

Fróðleikur dagsins: Ef þú setur rúsínu í kampavínsglas mun hún sökkva til botns og fljóta upp á yfirborðið til skiptis.

Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband