Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Æðri máttarvöld gera borgarstjóra skráveifu.....

Manni brá óneytanlega í brún þegar leikhússtjórinn í Reykjavík sem gegnir hlutverki borgarstjóra viðraði þá hugmynd að loka skíðasvæði Reykvíkinga hið snarasta til að spara. Honum virtist vera alvara, því miður. Æðri máttarvöld brugðu á það ráð að láta snjóa í erg og gríð svo nú er fólk farið að skíða í Bláfjöllum og búið að slá við opnunartíma síðasta vetrar. Sama er uppi á teningunum hér nyrðra þ.e. hvað snjóinn varðar. Nóg er af honum núna. Auk þess eru við ekki svo mjög uppá æðri máttarvöld komin þar sem bæjarfélagið okkar er svo ríkt að eiga snjóbyssur og við getum framleitt snjó allt árið ef því er að skipta. Já ólíku saman að jafna. 

Já nóg er nú af snjónum og meir en nóg. Mér varð hugsað til þess þegar ég komin með þrautir í bak og fyrir við að hreinsa fyrir framan húsið svo fólki væri bjóðandi heim með sæmilegu stolti. Í einni af fjölmörgu pásum sem ég tók, velti ég því fyrir mér hvað ég gæti til bragðs tekið og losnað við snjóinn af minni landareign án mikillar fyrirhafnar. Jú ég bý til gjafabréf og gef Leikhús/borgarstjóra Reykjavíkur allan snjóinn af landareign minni.  Þeir bara mæta með græjur á staðinn og fjarlægja snjóinn og koma honum fyrir í Bláfjöllum. Og í kjölfarið er ég nokkuð viss um að nágrannar mínir munu glaðir fylgja í kjölfarið. 

En hvað sem því líður þá er vetur konungur svo sannarlega mættur. Reyndar finnst mér skondið að hlusta á fréttir í útvarpi og sjónvarpi af fannferginu á Akureyri. Vissulega hefur talsvert snjóað en að fannfergið hafi skapað jafn mikil vandræði og ljósvakamiðlar greina frá .... af og frá. Þótt ég sé löngu hættur að fara út að leika í snjónum, hef ég samt lúmskt gaman af honum. Ég leik mér ekki í snjónum, ég leik mér með snjóinn þ.e. hann er fyrirmynd, já ég leik með snjó.

Í dag skrapp ég í leikhús og sá verk sem leikfélag Verkmenntaskólans setti upp og heitir ,,Ævintýri - úr litlum bæ í norðri sem við þekkjum svo vel.... Frábær skemmtun. Persónur og leikendur eru eins og gefur að skilja nemendur úr VMA. Þeir skemmtu sér hið besta og það gerðum við áhorfendur líka. Þetta verk er samið af þeim sjálfum í samstarfi við leikstjórann Jón Gunnar Þórðarson sem leikstýrir Rocky Horror og Þögla þjóninum sem nú er verið að sýna hjá LA.  Fyrirfram var ég afar spenntur fyrir sýningunni enda á ég talsvert í nokkrum þeim sem að henni standa. Dóttirin kemur að sýningunni þar sem hún kemur að tónlistarflutningi ásamt fleirum og gerðu það með miklum stæl.  Þá eru nokkrir af leikurunum eins konar heimalingar hjá okkur, auk þess sem Úlla tilvonandi tengdadóttir okkar leikur stóra rullu þarna og stóð sig hreint út sagt frábærlega. Leikur sjötuga konu og gerir það einstaklega vel.  Væri samt ósanngjarnt að gera upp á milli þeirra sem að þessari sýningu koma enda slógu þau öll í gegn - Ég segi bara ef þið eru ekki búinn að sjá þessa sýningu þá drífið ykkur. Takk fyrir mig. 

Læt þetta duga í bili og lýk þessu með myndum af snjó og leiksýningu

13. nóv

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Lundgarður ofan/sunnan við Hamar

13. nóv -1

 Steinnes ofan/sunnan við Hamar

13. nóv -2

Heima við Drekagil. Eins og sjá má talsverður snjór en ekkert til vandræða

Drekagil

Heima við Drekagil

14_nov_1.jpg

14. nóvember horft í átt að Giljahverfi frá lóð háskólans á Akureyri

Snjótré

Fallegt

Þór

Þór fyrir framan aðal innganginn í Verkmenntaskólann

Næstu myndir eru frá leiksýningunni - látum myndirnar tala...

Ævintýri 1

Ævintýri 2

Ævintýri 3

Ævintýri 4

Ævintýri 5

Ævintýri 6

Fróðleikur dagsins: Að vera eða ekki vera það er.....


Þú finnur okkur líka á feisinu

Fyrsti snjórinn er komin... og farinn. Svo kom númer tvö..... og fór og svona rúllar þetta. Snjókoma, rigning, sól, logn og hvassviðri og... svo mætti lengi telja. Norðlenskur vetur er gengin í garð. Fyrir ríflega ári eða svo eða tveimur skiptir ekki öllu, hét ég mér því að blogga ekki meir um pólitík eða álíka tengdum málefnum. Það er reyndar mjög erfitt enda nánast allt sem maður gerir má tengja við þessa tík.

Alla vega hafði þetta það í för með sér að pistlunum hér hefur fækkað svo um munar. Granni sem ég lendi stundum í aðallega þegar illa stendur á og geðið hjá honum er stirt kvartar sárann undan þessu þ.e.a.s. bloggþurrð minni. Það er reyndar býsna skemmtilegt, þ.e. ég nýt þess að ergja hann. En þeir sem til þekkja vita vel að ég er þó ekki iðin við lyklaborðið. Daglega birtast enn fréttir, pistlar eða tengd málefni á heimasíðu Þórs. Skora á ykkur að fara þangað reglulega. Skemmtileg síða hjá frábæru íþróttafélagi. Einnig er um að gera fyrir ykkur að gerast aðdáendur heimasíðunnar á feisinu www.facebook.com/thorsport. Þegar þetta blogg fer í loftið eru aðdáendurnir orðnir 658 á rúmum mánuði, ekki slæmt. 

Fyrir rúmum tveimur vikum sá ég fyrsta húsið á bænum þar sem jólaseríur voru komnar í glugga ásamt stjörnum. Já þann 21. október, geri aðrir betur. Mig rak eiginlega í rogastans og sonurinn ætlaði alveg af hjörunum. Ég segi nú bara ekki er ráð nema í tíma sé tekið. 

Búinn að bregða mér í þrígang í leikhús á c.a. mánuði. Byrjaði á að sjá Rocky Horror sem sýnt er í Hofi hinum nýja glæsilega menningarhúsi okkar Akureyringa. Algerlega frábær sýning. Síðan sáum við verkið ,,Þögli þjóninn" veit ekki hvað ég á að segja um það verk...... Pass. Næst var það Harry og Heimir, veit alveg hvað ég á að segja um það verk  - algerlega ógleymanleg kvöldstund. Þvílíkir snillingar þessir vitleysingjar. 

Svo sem fátt meira að sinni en lýk þessu með nokkrum myndum. 

Hof í bleiku

Hér má sjá menningarhúsið okkar Hof sem svo margir bæjarbúar vildu hætta við að byggja en nú dásama allir þessa byggingu sem mest þeir mega. Myndin er tekin þegar húsið var lýst upp í bleiku

Kirkjan í bleiku

Nú kirkja var líka lýst upp í bleiku

Bleik

Vinnumaður

Þegar snjóar er gott að hafa vinnumann, ekki allir eins heppnir og ég

Lítill maður með stórt nafn

Já vinnumaðurinn er fremur lítill, en ber stórt nafn, Jón Páll. Sá stutti er duglegur að hjálpa afa og afi launar unga manninum og heldur honum mjúkum, enda viljugur að fara út að moka þegar snjóar. 

Nóg að sinni

Málsháttur dagsins: Margur er knár þótt hann sé smár


Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband