Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Fáránlegir öfgar allstaðar nema í pólitíkinni - Myndablogg

Það er óhætt að segja að það séu öfgar í öllu hvert sem litið er, nema kannski í pólitíkinni - dramað þar eru engir öfgar, bara sama tuggan, þrasið, bullið og steypan.  Í síðasta pistli sagði ég ykkur frá muninum á veðurfari og snjóalögum í höfuðþorpi Íslands sem kennt er við reyk og vík annars vegar og hins vegar í höfuðþorpi norðan heiða sem kennt er við akur og eyri. Við norðanmenn sem búum á Akureyri höfuðborg hins bjarta norðurs eins og Steindór Steindórsson frá hlöðum kallaði bæinn okkar höfum stært okkur af miklum snjó í vetur. Blessaður snjórinn var og er himnasending í orðsins fyllstu merkingu þess orðs þar sem himnafaðirinn var svo gjöfull á enda skapar snjórinn víða mikla vinnu, svo ljóst er að pólitíkin á enga hlut þar að máli.

Hvað um það. Ég hóf pistilinn á því að segja að það séu öfgar hvert sem litið er. Fyrir minna en hálfum mánuði var allt á kafi í snjó hér nyrðra, eða þannig. En á síðustu dögum og eins og hendi væri veifað er nánast allur snjór á bak og burt. Aðeins snjóskaflar sem menn ýttu upp þegar þeir voru að losa sig við snjóinn af götum bæjarins og bílaplönum. Þetta með blessaðan snjóinn minnir talsvert á peninga. Það getur verið strembið að safna, en ansi fljótt að hverfa þegar hafist er handa við slíkt. 

Langar til að fara með ykkur í smá rúnt um bæinn og sýna ykkur myndir sem ég tók fyrir c.a. hálfum mánuði þegar nóg var af snjó og enda svo myndarúntinn á mynd sem ég tók á hlaðinu hér heima í dag og bera það saman við mynd sem tekin var þegar allt lék í mesta snjó. 

Brekkuskóli

Hér má sjá Brekkuskóla efst á mynd sem áður hét Gagnfræðaskóli Akureyrar. Þar fyrir neðan er gamla kartöflugeymslan sem Logi Már Einarsson arkitekt breytti og notaði sem vinnustofu. Síðar keypti Óli G. myndlistamaður hana og átti en þegar hann lést fyrir nokkrum dögum, blessuð sé minning hans. 

Rósenborg

Rósenborg - áður Barnaskóli Akureyrar fallegt og reisulegt hús. Nú er þar ýmisleg starfsemi á vegum Akureyrarbæjar t.d. félagsmiðstöð, punkturinn og margt fleira. 

Litli sjómaðurinn

Litli sjómaðurinn - þessi litla stytta var áður fyrir framan gamla Búnaðarbankann við Geislagötu en er nú við menningarhúsið Hof. 

Vetur í bæ 01

Horft í átt að Oddeyrartanga. Myndin er tekin á Torfunefsbryggju. Fallegt, ekki satt?

Vetur í bæ 05

Myndin er tekin neðst úr Strandgötunni horft yfir hluta miðbæjarins og brekkunnar, Súlur skarta sýnu fegursta.

Vetur í bæ 03

Mynd þessi er tekin frá bryggjunni neðan við gömlu skipasmíðastöðvar KEA og horft til suðurs. Stilla og frost - fallegt og skemmtilegt myndefni. 

Vetur í bæ 02

Þessi mynd er tekin af sama stað og sú hér að ofan. Horft til norðurs. Rétt grillir í Svalbarðseyri og Kaldbak. 

Snúum okkur að snjóleysinu. Svona leit Hlíðarfjall úr um miðja vikuna

26. jan2011 1

26. jan2011 2

Mynd þessi er tekin rétt við gatnamótin þar sem vegurinn upp í Fálkafell er. Horft er til norðurs yfir Glerárþorp og Kaldbakur lengst á myndinni til norðurs. Eins og sjá má er lítið um snjó

26. jan2011 3

Þessi mynd er tekin skammt frá aðsetri Vegagerðarinnar og ofan við Möl og sand. Eins og sjá má frekar lítið um snjó. Á myndinni er ein fjölmargra brúa sem liggja yfir Glerá en þessi er eingöngu ætluð hestamönnum. 

29.jan 2011

Í dag 30. janúar lítur þetta svona út á planinu heima í Drekagilinu en.....

Vetur

já svona var útlitið fyrir ríflega hálfum mánuði, meðan allt lék í snjólyndi. 

Hvað sem því líður, gengur lífið sinn vanagang og ef að líkum lætur mun blessuð pólitíkin ekki koma á óvart á næstunni frekar en veðrið. Það er nú bara rétt að koma mánaðarmót jan/feb og aldrei að vita nema blessaður veðurguðinn eigi eftir að gleðja okkur með hreti einu eða tveimur með sunnan hlýindum í bland og subbulegu veðri, hver veit. 

Nóg um það og þangað til næst smá fróðleikur.

Já pæling dagsins: Ef við hjálpum ekki  hvert öðru, hver gerir það þá?


Það þarf ekki að færa til klukkuna, en skoðum dagatalið......

Í byrjun árs gekk til mín maður og sagði ,,Palli er Reykjavík á sama landi og Akureyri?, dísess" Þessi ungi maður er Reykvíkingur, sem stunda nám við Háskólann á Akureyri og var nýkomin til Akureyrar eftir jólafrí. Borgin er snjólaus með öllu en nægur snjór á Akureyri. Mér fannst þessi spurning hjá honum einkar athygliverð. Ég reyndar ávallt vitað að þessir smábæir tveir norður í landi kenndir við eld og ís. En þar sem leið mín lá suður í höfuðból íslenskra ákvað ég að gera vísindalega úttekt á þessu. Meðferðis var myndavélin góða, aðstoðarmaður sem hefur háskólagráðu upp á vasann ásamt öðru smávægilegu sem er nauðsýnlegt hér norður á hjara veraldar, og í Reykjavík. Úlpa, vettlingar, góðir gönguskór og fl.

Þegar lagt var upp í ferðina má segja að á Akureyri sé nægur snjór og þykir mörgum nóg um. Myndadæmi mynd tekin heima í hlaði í Drekagilinu. Reyndar var myndin tekin við heimkomu en hafa ber í huga að nánast ekkert snjóaði í fjarveru minni.

Snjór

Nú við feðgar (Sölmundur aðstoðarmaður) tókum strax eftir því að snjó tók að minnka þegar komið var í Öxnadalinn. Eftir því sem sunnar dróg fór þessi hvíta mjöll minnkandi og þegar komið var í Skerjafjörðinn sáust engin merki um snjó. Það kann reyndar að hafa blekkt okkur að við komum í höfuðbólið um kvöld svo skyggni var ekki gott. En alltjent allar götur auðar og engan snjó að finna. Undarleg um hávetur. Gat verið að Benni hefði eitthvað til síns máls?

Á laugardeginum rúntaði ég vítt og breytt um bæjarland Reykjavíkur og viti menn snjó eða merki um vetur hvergi að sjá. Ja kannski smá niður við tjörnina þar sem hún er ísilögð að hluta og blessaðir fuglarnir njóta þess að geta gert eins og jesús forðum daga, þeir gengu á vatninu. Reyndar opinberaði ísinn dapurlega staðreynd. Mikið rusl og drasl eftir skotglaða bæjarbúa sem ekki hirða um að hreinsa upp eftir sig. Það er reyndar dapurlegt því ekki gerir trúðurinn í bæjarstjórninni ásamt fylgdarliði. Það er nú önnur ella. 

Skoðum myndir af Tjarnarrúnti mínum 

Tjarnarrúntur

Fríkirkjan

Tjarnarrúntur 1

Já tjörnin skartaði sínu fegursta eða allt að því, umhverfið fjarska fallegt og því um að gera beita myndavélinni þannig að ruslið sjáist ekki. 

Eftir að hafa farið út að Gróttuvita farið vítt og breytt um hafnarsvæðið 101 svo dæmi séu tekin sá ég ekki önnur merki um vetur. Ég ákvað að taka smá labb eftir Laugarveginum upp að hluta og niður til baka. Þar sem ég labbaði eftir Laugarveginum tók ég eftir því að nærri þriðji hver bíll sem ók eftir götunni var ýmist fjórhjóladrifs fólksbíll, jepplingur, jeppi eða breyttir jeppar í fjallaskrímsli. Og það sem meira er mér  fannst eins og fimmti hver bíll sem ég horfði á og hlustaði eftir væri á nagladekkjum. Það er skrítið við þessar aðstæður. Dæmi um þetta mynd af einum sem fengið hefur upplyftingu hjá eiganda sínum. Reyndar var myndin tekin á bílastæði við Kringluna og það á efri hæð og auðvitað hætta menn sér ekki hátt upp nema á  vel útbúnum bílum.

Fjallabíll

Bæjarbúar í Reykjavík vilja jú auðvitað upplifa vetur á einhvern hátt. Þeir reyna eitt og annað til að minna sig hvaða árstíð er. Á Laugarveginum rakst ég á þessa uppstillingu fyrir framan eitt húsið. Ísbirnir, nema hvað þeir búa víst á norðlægum slóðum. Og ef vel er rýnt í myndina sést að innan við glugga þar er stillt upp líkan af Hreindýri.

Hreindýr

Já ekki nokkur merki um snjó. Þó ekki alveg því þegar ég var niður við höfn og leit til fjalla er ég ekki frá því að það hafi grillt örlítið í snjó í hlíðum Esjunnar, Akrafjalls og fl. ekki mikið bara svona smá. Þetta minnir pínulítið á haustin í Eyjafirðinum. Hvað sem því liður þá breyttist ekki í ferð minni suður ég vissi og veit enn að höfuðból okkar Íslendinga er á sama landi og Akureyri. En niðurstaða mín Reykjavík er ekki á sama tímabelti og Akureyri, alveg klárlega. Ekki þarf þó fólkið að færa til klukkuna  því tíminn á klukkuskífunni er sá sami. En það þarf að færa dagatalið aftur um a.m.k. 3 - 4 mánuði. 

Sem sagt lokaniður staðan er þessi Reykjavík er 3-4 mánuðum á eftir þótt klukkan sé eins. Eða það lítur út fyrir það eins og staðan er í dag. Þetta er ágætt. Nægur snjór á Akureyri en engin snjór syðra hvorki í byggð eða til fjalla þýðir aðeins eitt. Borgarbúar halda áfram að hópast norður til að geta stundað skíði og aðrar vetraríþróttir. Atvinnuskapandi. Jibbí, allir græða. 

Þangað til næst. ,,Bæjarstjórinn segir´að moka verði meiri snjó"


Pappakassar hér og hvar

Það hefur víst ekki farið fram hjá nokkrum manni hér á Akureyri að snjó hefur kyngt niður sem aldrei fyrr. Þetta ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart. Við búum jú á norðlægum slóðum og eigum að taka smá stórhríð og norðan hreti sem heimsins eðlilegasta hlut. Við Íslendingar erum fljótir að gera grín af þjóðum þar sem allt fer á endann þegar snjóar, þá sjaldan sem það gerist, sumstaðar. Við ættum kannski að hlægja aðeins minna og hafa máltækið góða hugfast ,,sá hlær best sem síðast hlær". Sem sagt þegar hretið gekk yfir í gær ætlaði allt um koll að keyra. Fólk lét eins og himin og jörð væri að farast.

Ég hafði lúmskt gaman af þessu öllu. Æddi út á slyddu jeppanum, festi hann, lét draga mig út úr skafli mokaði mig næstum til dauða hér heima við til að bréfberar og blaðburðarfólk og sorphirðuVerkfræðingar komist klakklaust heim að tunnu og bréfalúgu. 

Þar sem ég mokaði  í gríð og erg eins og engin væri morgundagurinn með bros á vör birtist þá ekki kunningi minn hann ,,Granni". Hvaða helvítis skítaglott er á andlitinu á þér, það mætti halda mann fjandi að þú hafir gaman af þessu ástandi. Hefur þú pælt í því hvað þetta veldur mörgum vanda. Börnin komast ekki skólann, ég þarf að labba út í búð, moka upp bílinn og hvað heldur þú svo að þetta kosti bæjarfélagið í snjómokstri bla,bla,bla,bla......... svo þegar hann loksins stoppaði greip ég inní og sagði. 

Ég elska þetta ástand. Fjallið fyllist af snjó, fínt fyrir ferðamennskuna. Ég fæ útrás við að moka og hreinsa snjóinn frá húsinu mínu, hef engar áhyggjur af því hvort börnin komast í skóla eða ekki. Og hvað viðkemur bænum þá er þetta dásamlegt, pældu í því hvað þetta er atvinnuskapandi, fyrst stjórnvöld og bæjaryfirvöld geta ekki gert neitt af viti þá grípur almættið inní og sendir okkur snjó og Finnur og félagar sem eru að brasa í vélskóflu bransanum fá næga atvinnu, já ég elska þetta. Heyrðu annars má ég taka eina mynd af þér fyrir framan stóra snjóskaflinn á bílaplaninu spurði ég, ég skýst inn og næ í vélina og ég rauk af stað. Þegar ég kom út aftur var granni á bak og burt. Já hann er fýlupoki, og það læðist að mér sá grunur að hann sé týpískur pappakassi. 

Dagur 1

Mynd tekin út um útidyrnar í Drekagilinu í gær föstudag

Dagur 2

Svona leit þetta út í dag laugardag

Skrapp svo á smá rúnt og smellti af nokkrum myndum og hér eru tvær ágætar sýna að það er vetrarlegt um að lítast í bænum okkar

Dagur 2 höfner

Myndi er tekin inn við Höfner og horft til norðurs

Samkomuhúsið

Eins og sjá má skartar Samkomuhúsið sínu fegursta, nema hvað, fallegt hús á frábærum stað. 

Má til með að segja´ykkur frá því að í gærkvöld fórum við í mat til Döggu og Jóa og snæddum hjá þeim heimsins besta plokkfisk með heimabökuðu rúgbrauði. Ég segi nú bara eins og Ólafur Ragnars ,, Já sæll eigum við að ræða þetta eitthvað nánar?". 

Þangað til næst

Lífið er ekki bara saltfiskur... líka plokkari


Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband