Leita í fréttum mbl.is

Stelpurnar okkar í Þór/KA

ElfaFriðjons23juliÍ kvöld taka Stelpurnar okkar í Þór/KA á móti Stjörnunni úr Garðarbæ í Landsbankadeild kvenna. Stjörnukonur sitja í 3 sæti deildarinnar en Stelpurnar okkar í því 6. Bendi fólki á að það getur lesið ítarlegan upphitunarpistil á heimasíðu Íþróttafélagsins Þórs þar sem spá er í spilin og viðtöl tekin við leikmenn Þórs/KA sem og viðtal við hinn stórskemmtilega þjálfara Stjörnunnar Þorkel Mána Pétursson.  Fljótt eftir leik verður svo sett inn ítarleg umfjöllun um leikinn með viðtölum og tilheyrandi að sjálfsögðu á heimasíðu Íþróttafélagsins  Þórs. Hvet fólk til þess að fara á völlinn og hvetja Stelpurnar okkar til sigurs. Leikurinn fer fram á Akureyrarvelli og hefst kl.19:15. Vek athygli á því að frítt er á leikinn.

Í kvöld mun hinn nýi leikmaður Mateja Zver sem er Slóvensk landsliðskona spila sinn fyrsta leik hér á Akureyrarvelli. Mateja kom inn á í seinasta leik sem var gegn KR í Frostaskjóli og þótt standa sig afar vel. Hún var reyndar þreytt eftir rúmlega sólahrings langt ferðalag. Nú er öll þreyta úr henni svo gera má ráð fyrir því að hún komi fersk inn í liðið í kvöld. Að lokum mun svo liðinu bætast liðsauki á sunnudag þar sem önnur Slóvensk landsliðskona er á leið til landsins og þann leikmann munum við fá að sjá í leik hér heima gegn HK/Víkingi á Akureyrarvelli n.k. þriðjudagskvöld.

Í tilefni dagsins: Áfram Stelpur í Þór/KA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

234 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband