Leita í fréttum mbl.is

Hvað er svona merkilegt við þennan dag?

Ég verð stundum alveg hringlandi ruglaður á þessum frídögum. Hvað gerðist á uppstigningardag? af hverju er Hvítasunnudagurinn haldin hátíðlegur og af hverju er annar í Hvítasunnu og ......?

Sá stóriKonan mín á alltaf svör við þessum bjána spurningum mínum. Hvað veldur er ég svona andsk... vitlaus eða hún svona ferlega gáfuð? Sennilega sitt lítið af hvoru. Halldór stóri bró leit við í heimsókn í dag ásamt konu og tveimur af elstu börnum sínum. Langt síðan þau hafa öll kíkt. Hann búsettur í stórbænum sem kenndur er við Mosa, dóttir hans og sonur bæði búsett í smábænum sem kenndur er við reyk og vík. Telma sem er elst barna þeirra er lögfræðingurinn í ættinni. Þangað vonast maður til að geta leitað ef að manni verður sótt, já varið ykkur. Sprenglærð skvísa hún Telma og heimsvön enda búið víða erlendis.

Bjarmi er svo miðbarnið. Hann kemur úr ætt þar sem mjög margir hafa lært húsasmíði. Og auðvitað sannast á honum máltækið góða ,,sjaldan fellur smiðurinn langt frá stillansinum" hann er lærður húsasmiður. Yngsta barnið þeirra hann Bjarki Þór varð eftir heima enda getur hann ekki verið þekktur fyrir það að ferðast með mömmu og pabba, iss það gera bara smábörn. En að öllu gamni slepptu gaman að fá þau í heimsókn, takk fyrir og verið velkomin aftur og aftur og aftur og...........

Þá var einnig tengdasonurinn í heimsókn með barnabörnin. Ég sá mér leik á borði og lagði þessa kvikindislegu spurningu fyrir hópinn ,,hvað gerðist á Hvítasunnu?". Þögn sló á hópinn, vandræðaleg þögn ríkti. Talsverður tími leið þar til sá fyrsti þorði að svara ,,ég veit það ekki". Þegar allir höfðu játað að vita ekkert hvað sé svona merkilegt við þennan dag, kom svarið. Frú Margrét vissi það, nema hvað? Það var ekki laust við það að maður hafi verið hálf skömmustulegur.

Í blá lokin já það er farið að vora að nýju svo vonandi þarf ég ekki að moka sólpallinn fyrr en í haust .... þótt allt hafi stefnt í það á föstudagskvöldið.....

Ætla ekki að vera með málshátt dagsins eða slagorð. Þess í stað set ég inn spurningu dagsins, sem hljóðar svo ..... 

,, Hvað á maður dagsins á morgun og Hildur Vala fyrrum Idol stjarna sameiginlegt?".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Já mikið er nú gott að hafa lögfræðing,húsasmið,sjúkraliða og rafvirkja alla í sömu family Svo er sálfræðingur á leiðinni þar er einnig viðskiptafræðingurPípari og vantar bara geðlæknir til að fullkomna þetta

Hrönn Jóhannesdóttir, 12.5.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

239 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband