Leita í fréttum mbl.is

Stelimaðurinn kom og ......

Tap gegn liðum sem eru neðar á töflunni er eitthvað sem toppliðin þurfa og verða að af og til að sætta sig við. Enda vilja öll liðin vinna þessi topplið. Svona er þetta bara og ekkert við því að gera annað en að láta sér hlakka til næstu leikja - áfram Manchester City.

Annað lið sem mér er kært mátti í gær lúta í gras eins og Bjarni Fel segir gjarnan þegar lið tapar en Þórsarar léku gegn Grindavík í gær og töpuðu 3-0  segi enn og aftur Áfram Þór alltaf, allstaðar.

BommfireÁ föstudagskvöldið vígði ég formlega sólpallinn með flugeldasýningu og tilheyrandi. Fékk þá félaga í fjárfestingabankanum Saga Capital til liðs við mig. Samtímis skutu þeir upp flugeldum og ég og barnabörnin tendruðum eld í nýja eldstæðinu ,,Bommfire". Magnað hjá okkur öllum. Samstilling á tímasetningu hjá okkur í Drekagilinu og niður við pollinn hjá Saga Capital gat ekki verið nákvæmara, greinilega frábærir saman.

Þegar tendrað hafði verið upp í ,,Bommfire" átti sér stað afar merkilegt samtal milli afa og barnabarns sem var nokkrun vegin svona.

Afi! í gær fór pabbi minn og keypti svona ,,Bommfire" eins og þú átt, nema það er svona gult á litinn". Ég leit á barnið og setti upp undrunarsvip og um leið fullur áhuga í von um góða sögu og sagði ,,Jæja er það?. Pabbi minn fór í gær í Bykó og keypti svona gulan og konan í búðinni sagði pabba mínum að keyra bara inn í búðina. Hún hjálpaði svo pabba mínum að setja þetta inn í bílinn af því að þetta er svo þungt". Smá þögn en svo hélt barnið áfram ,,Pabbi minn setti ,,Bommfire" bak við hús þar sem trambólinið er og við ætlum svo að kveikja uppí því á morgun". Það var komin ævintýra glampi í augu barnsins hún var komin á flug.

Við sátum stutta stund þögul bæði greinilega að hugsa næstu skref í þessari sögustund. Afi rauf þögnina og sagði ,,Ja hérna mér þykir týra" barnið leit opinmynt á afa og skildi greinilega ekki alveg hvað hann átti við. Svo afi rauf aftur þögnina og sagði ,,veistu! afi verður bara koma í heimsókn á morgun og sjá nýja ,,Bommfire" ykkar það verður gaman"

Barnið leit til skiptis í eldstæðið ,,Bommfire" og afa hún var hugsi þögnin var örlítði lengri en áður. Svo skyndilega leit hún á afa sinn og sagði ,, Nei það er ekki hægt þú getur ekki séð okkar ,,Bommfire" það er ekki hægt. Nú sagði afi og setti upp undrunarsvip ,,af hverju get ég ekki séð ,,Bommfire" ykkar?".

Veistu! sagði barnið ,, í nótt kom Stelimaðurinn og tók ,,Bommfire" okkar og fór aftur með það í búðina svo nú eigum við ekkert ,,Bommfire" lengur. Ja hérna mér þykir þú segja fréttir sagði ég og setti upp svona samúðarsvip. Eftir stutta þögn endurtók barnið þetta og sagði ,,já Stelimaðurinn tók ,,Bommfire" okkar nú þarf pabbi að kaupa nýtt seinna". Nú kom talsverð þögn barnið og afinn litu til skiptis á hvort annað og inn í eldstæðið ,,Bommfire". Barnið rauf þögnina og sagði ,,afi má ég henda kubb inn í ,,Bommfire"?.

Það er alveg ljóst að þetta nýja eldstæði ,,Bommfire" (Bommfire er nafngift sem verður ekkí útskýrt hér og nú, kannski seinna) hefur einhvern duldin kraft og seiðmögnuð áhrif á viðstadda. Og ef þetta er það sem koma skal er deginum ljósara að það verður oft, já oft tendrað bál með barnabörnunum og stundarinnar notið. Og að þessu nýyrði sem barnabarnið kom með þ.e.a.s. ,,Stelimaður" er kannski gott dæmi um að menntun barna okkar skilar sér fljótt og örugglega enda barnið nýbyrjað í skóla já búin að vera heila tvo daga. Segið svo að hið íslenska menntakerfi sé ekki magnað?.

Fróðleikur dagsins: Af litlum neista verður oft mikið bál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það geta bara ekki allir unnið alltaf Palli minn. Hva ertu fluttur úr Bröttuhlíðinni?

Þórbergur Torfason, 27.8.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er alveg rétt hjá þér Beggi minn sigrarnir koma bara með mis löngu millibili. Já ég flutti í Drekagil 4 (parhús) fyrir réttu ári.

Páll Jóhannesson, 27.8.2007 kl. 22:42

3 identicon

Já til lukku með bálstæðið Palli ! Ég er búinn að leita eftir svona "ofni" í allt sumar en ekki fundið. Þeir voru á útsölum hér út um alla Fyn í fyrra en þá vantaði mig ekki ofn nei nei... svona er þetta nú. Kveðja

Bói: raulandi lagið... af litlu eista verður oft mikið mál

Bói (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

239 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband