Leita í fréttum mbl.is

Sendum stjórnarflokkana í meðferð.

Hvað varðar mig og þjóðfélagið almennt um hvort einhver ,,frægur" leikari hafi komið til Íslands til þess eins að vera myndaður við Jökulsárlón, sem heldur síðan heim á leið og segir af sér frægðarsögur af því þegar hann lagði líf sitt og limi í stórhættu og telur sig svo vafalítið ljónheppinn að hafa átt afturkvæmt frá þessum hrikalegu aðstæðum. Eða, varðar nokkurn hér á Íslandi um það þótt ,,fræg" leikkona hafi stugið af úr afvötnum án þess að greiða reikningin fyrir þá þjónustu sem hún fékk meðan á meðferðinni stóð? eru þetta raunveruleg vandamál sem við eigum að hafa áhyggjur af?

Eða er það áhyggjuefni að Samfylkingin mælist ítrekað með minna fylgi en Vinstri hreyfingin grænt framboð? Er það áhyggjuefni að stórhluti íslenskra kvenna skuli snúa sér í auknum mæli að stjórnmálaflokki eins og VG þar sem foringi þess afls er og verður seint rómaður fyrir að vilja hag kvenna sem mestann? Eða er það áhyggjuefni að flokkur eins og Framsókn sem hefur t.a.m. sett konu af sem ráðherra fyrir karl sem hafði minni reynslu og var í raun aftar í goggunarröðinni ef uppstilling listanna var skoðuð, er það áhyggjuefni?

Vissulega er þetta áhyggjuefni ekki síst í ljósi þess að á Íslandi er aðeins einn stjórnmálaflokkur sem hefur gegnsæja og skýra stefnu sem snýr að almennu jafnrétti kynjanna. Og hefur um leið sett sér þau markmið að konan sé jafningi karls á öllum sviðum. Ekki einvörðungu það heldur er kona formaður þess flokks, flokks sem er í raun eina stjórnmálaaflið sem er raunverulegt jafnvægi gegn ríkjandi afturhaldssemi núverandi stjórnarflokka.

Standi vilji fólks til þess að jafnréttismál fái þá meðferð á Alþingi sem hún verðskuldar þá verðum við að koma Samfylkingunni til valda með Ingibjörgu Sólrúnu í broddi fylkingar. Vilji menn sjá að málefni aldraða- og öryrkja fái þá meðferð sem þessir hópar verðskulda þá kjósa menn Samfylkinguna. Vilji menn í raun að umhverfis- og verndunarmál fái þá athygli sem þau verðskulda á Alþingi þá kjósa menn Samfylkinguna.

Efist menn um hæfni Ingibjargar Sólrúnar til þess að koma t.a.m. jafnréttismálum í lag þá ættu menn að skoða hvað R-listinn gerði á sinni valdatíð í þeim málum. Þar lét  R-listinn verkin tala svo um munar um það er ekki hægt að deila. Það sem er svo skemmtilegt við þetta er að Samfylkingin spilaði hvað stærstan þátt í því samstarfi og fyrir þessu lista fór engin önnur en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem er jú formaður Samfylkingarinnar.   

Það er komin tími til þess að hins íslenska þjóð vakni upp af þyrnirósarsvefni sem hún hefur sofið undanfarin ár. Stjórnarflokkarnir þurfa að komast í einhverskoar afvötnun eins og ,,fræga" leikkonan hér að ofan sem vitnað var í. En þó ólíkt leikkonunni þurfa stjórnarflokkarnir að klára sína meðferð. Meðan á þeirri meðferð stendur væri farsælast fyrir íslensku þjóðina að koma Samfylkingunni til valda undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

Fróðleikur dagsins: Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissulega eru áhyggjuefni manna mörg og mismunandi. Ég gef mér að þótt St.gr. J.
Sigfúss. sé kannski ekki jafnréttissinnaðastur allra manna, þá líti þær konur
sem mynda stóran hluta fylgis VG, frekar til þeirra kvenna sem þar skipa
toppstöður. (varla verður karluglan eilífur í forsætinu..). Þar eru jú vel
skipuð sæti skeleggu kvenfólki sem vissulega mun láta að sér kveða komist
flokkurinn í ráðandi stöðu eftir kosningar - sem verður að telja líklegt.

Áhyggjuefni sveitunga minna vestra snúast um atvinnumál, og skyldi engan undra.
Nú hafa þær fréttir borist að 3X stál sé komið í meirihluta eigu utanaðkomandi
fjárfesta og heimamenn séu því ekki ráðandi þar lengur. En auðvitað eru áhyggjur
óþarfar, 3X stál verður áfram á sínum stað um ókomin ár, líkt og "áfram verður
Guggan gul og gerð út frá Ísafirði"

Það hefur annars verið háttur sveitunga minna um langa hríð að kenna
kvótakerfinu um allt sem miður hefur farið í atvinnumálum vestra. Menn hafa
stundum viljað gleyma því að kvótakerfið var sett á allt landið í einu, en ekki
Vestfirði eina sér. Það var svo mismunandi framsýni manna sem oftast skildi
milli feigs og ófeigs í útgerðar- og fiskvinnslumálum byggðarlaga.

Á Vestfjörðum hefur ein aðalástæða hrakfara fjórðungsins í fiskveiði- og
kvótamálum lengi verið opinbert leyndarmál. Hún er í stuttu máli sú, að
forkólfar útgerðar og fiskvinnslu sóttu sínar framtíðarupplýsingar í "innsta
hring", þ.e. til þingmanna sinna. Ráðleggingar þeirra mætu manna voru allar á
einn veg, og mætti kannski orða á þessa lund: "Fiskifræðingar hafa tjáð okkur að
það muni taka 3-4 ár að byggja upp þorskstofnana við landið. Kvóta kerfið er því
3-4 ára vandamál, ekki meira. Það fé sem menn annarsstaðar á landinu eru að
verja í bátakaup(með kvóta) eru sóað fé. Setjið ykkar fé í uppbyggingu
frystihúsa og skipa og verið tilbúnir með ný tæki til að taka við aflaukningunni
þegar hún brestur á!!!!"

Eftir þessu fóru Vestfirðingar. Því fór sem fór.


Jú, áhyggjuefni manna eru mörg og margvísleg. Ég hef ekki séð neinn einn stjórnmálaflokk reynast Vestfirðingum betur en aðrir, og kannski vafasamt hvort hægt er að hífa atvinnulíf í þeim fjórðungi upp með pólitísku handafli.

Það er kannski hægt með pólsku handafli?

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 19:02

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Takk fyrir ræðuna Gunnar mikið til í því sem þú segir. Ég segi enn og aftur við höfum engu að tapa með því að gefa nýjum flokkum séns t.d. Samfylkingunni, sjáum svo til.

Páll Jóhannesson, 12.3.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

219 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband