Leita í fréttum mbl.is

Sumarið er tíminn

Sumarið er tíminn ... alla vega á sumrin. Nú er blessaður veturinn að kveðja og á morgun mætir sumarið í öllu sínum veldi... alla vega samkvæmt dagatalinu. Blessunarlega lítur út fyrir að gosið í Eyjafjallajökli sé á undanhaldi. Ástandið í þjóðfélaginu er spennuþrungið og skrítið. Útrásarvíkingar í felum og þora ekki út fyrir hússins dyr - skal engan undra.

Ég þori hins vegar út fyrir hússins dyr enda með þokkalega hreina samvisku og í samanburði við suma sem nú skjálfa á beinunum vegna rannsóknarskýrslunnar hef ég svo hreina og hvíta samvisku að menn yrðu að skoða mig með rafsuðuhjálm á höfðinu. 

Þótt sé farið að vora og sumarið á næsta leiti eru veðurguðirnir (ekki Ingó) enn að stríða okkur með því að skvetta aðeins úr klaufunum. Ef maður pirrar sig á slíkum smámunum væri manni holt að leiða hugann til þeirra sem búa í næsta nágrenni við gosstöðvarnar í Eyjafjallajökli. Miðað við þær hörmungar ættu við að hafa vit á því að þegja og þakka fyrir það sem maður hefur. 

Í morgun brá ég mér í smá rúnt og alveg óvart var myndavélin með í farteskinu já ég meina það alveg óvart. Fyrsta myndefnið var Sigurhæðir (Hús skáldsins) og Akureyrarkirkja, vel við hæfi. Á Sigurhæðum bjó þjóðskálið mikla Mattías Jochumsson 1835 - 1920 og heiðursborgari Akureyrar.

Sigurhæðir

Eilítið innar í bænum er svo að finna annað hús sem vekur jafnan athygli manna þ.e. Minjasafnskirkjan eins og hún er jafnan kölluð. Um hana er skrifað á vef safnsins ,, Kirkjan var upphaflega  Svalbarðseyri en var flutt til Akureyrar þar sem hún stendur nú við Minjasafnið og er hún hluti af safninu í dag. 

Minnjasafnskirkjan

Aðeins austar í innbænum nánar við Leirunesti mátti sjá Tjaldinn leita sér ætis í fjörunni - hrollkalt en fuglinn lætur þetta ekkert á sig fá. 

Tjaldur

Síðasta myndin er af yngsta barnabarninu henni Hólmfríði Lilju. Það er hreint alveg magnað að lulla á gólfinu með henni og bíða eftir rétta andartakinu. Þessi mynd  er lýsandi dæmi um hvenær maður hittir naglanna á höfuðið eins og stundum er sagt. Þó ég segi sjálfur frá - frábær mynd. 

Hugsuður

Þangað til næst

Gleðilegt sumar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú veit ég hvar Sigurhæðir eru. Var að svipast um eftir húsinu síðast þegar ég var á Akureyri en sá það ekki. Ég veit hins vegar hvar kirkjan er og nú sé ég húsið í samhengi við hana. Finn það örugglega næst. Var búinn að finna Davíðshús áður, og Nonnahús kom ég í 13 ára gamall og keypti tvær Nonnabækur stimplaðar af safninu. Bækurnar á ég enn.

Sumarkveðjur! Gunnar Th.

Gunnar Th (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 20:42

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn

Hrönn Jóhannesdóttir, 24.4.2010 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

231 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband