Leita í fréttum mbl.is

Strákarnir okkar þegar vel gengur - Áfram Ísland

Fyrir mánuði síðan ýmist glöddust menn eða bölvuðu blessuðum/fjandans snjónum sem var kappnóg af hér í bæ. Bæjarbúar fengu ókeypis líkamsrækt við að moka og hreinsa frá útidyrahurðum, ruslatunnum, sumum til ómældrar gremju og öðrum til mikilla gleði. Pælið í því verða pirraður á að vera boðin ókeypis líkamsrækt í kreppunni og það heima.

Í dag er öldin önnur. Engan snjó að finna í bænum að undanskildum ruðningum sem mynduðust þegar stórvirkar vinnuvélar ýttu upp þegar verið var að ryðja götur og bílaplön. Hvað sem því líður. Handboltaæði er runnið á þjóðina. Eftir fyrstu tvo leiki landsliðsins á EM þar sem liðið gerði jafntefli ætlaði allt um koll að keyra. Meiri hluti þjóðarinnar vildi reka Gumma þjálfara, landsliðið ónýtt, allt var á leið til fjandans, þjóðin var skyndilega komin á taugaslakandi lyf til að lifa af. Dolli (Adolf Ingi) varð sér trekk í trekk til skammar með heimskulegum spurningum og athugasemdum. Strákarnir okkar voru allt í einu ekki lengur strákarnir okkar. 

Myrkrið var algjört - þjóðin syrgði. En allt í einu og eins og hendi væri veifað fann landsliðið okkar fjölina sína og hrökk í gang. Danir rassskelltir og Rússneski björninn var ekki tekin í bólinu heldur meðan hann hann enn lá í hýði sínu og er nú á heimleið með skottið á milli afturfótanna. Og aftur eins og hendi væri veifað er þjóðin búinn að sturta valíum töflunum niður í wc og hefur nú tekið gleði sína á ný og landsliðið er aftur orðið að STRÁKUNUM OKKAR. Já skrítin þjóð.

Var búinn að lofa að hætta blogga um pólitík, ætla standa við það .... að mestu. Tengdasonurinn komin í prófkjör hjá Samfylkingunni á Akureyri vegna bæjarstjórnarkosninganna sem fram fara í vor. Af því tilefni keypti hann sér auglýsingu í dagskránni og þá þurfti að mynda hann og fjölskylduna. Afraksturinn má sjá í dagskránni. Og hver skildi hafa svo tekið myndirnar, annar sem tengdapabbinn. 

Þessar myndir voru svo notaðar. 

Við Klukku

Auglýsing

Jói býður sig fram í 4. sætið og fyrir þá  sem geta treyst honum til starfa er bent á að taka þátt í prófkjörinu sem fer fram á föstudag og laugardag. Um er að ræða opið rafrænt prófkjör sem allir geta tekið þátt í og geta kosið í tölvunni heima hjá sér eða mætt í Lárusarhús og kosið þar.

Þangað til næst

Málsháttur dagsins: Frá óhreinni keldu rennur óhreint vatn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

231 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband