Leita í fréttum mbl.is

Þar kom að því.....

Loks kom að því að ég gaf mér tíma til stinga niður putta/um á lyklaborð og til að fyrirbyggja allan misskilning þá er bloggleysið ekki sökum leti heldur anna. Undanfarið hefur verið mikið að gera hjá okkur Þórsurum og fer mikill tími í að uppfæra heimasíðuna og halda félögum okkar út um allt land og langt út fyrir landsteinanna sem best upplýstum. Það er okkar skilda.

Venjan er sú að i lok desember höldum við Þórsarar sannkallaða hátíð þar sem árið sem er að líða er gert upp. Kjöri á íþróttamanni Þórs er lýst, félagar heiðraðir og látinna félaga minnst, ræðumaður dagsins (sem fólk fær ekki að vita fyrirfram hver er) og árið í heild gert upp. Sannarlega hátíðardagur. Þessi viðburður hefur hlotið nafnið ,,Við áramót". 

Til stóð að halda ,,Við áramót" 27. desember en vegna veðurs urðum við að fresta því til 2. janúar.  Dagurinn var afar  hátíðlegur og margt skemmtilegt til gamans gert. Hápunktur þessa dags er að sjálfsögðu þegar kjöri á íþróttamanni Þórs er lýst. Í ár var það knattspyrnudrottningin Rakel Hönnudóttir sem varð hlutskörpust annað árið í röð. Rakel var einnig kjörin íþróttamaður Akureyrar 2008. Rakel verður því fulltrúi Þórs inn í kjör á íþróttamanni Akureyrar 2009. Rakel er því um leið knattspyrnumaður Þórs 2009.

Körfuboltamaður Þórs 2009 var svo kjörin Linda Hlín Heiðarsdóttir. Linda er alger gullmoli og hefur reynst kvennaliði Þórs gríðarlega vel í gegnum árin. Linda er ekki einvörðungu frábær leikmaður heldur hefur hún látið til sín taka við ýmis önnur verk í þágu félagsins, m.a. stjórnarsetu og annað utan um hald á kvennaliði Þórs. 

Tae-kwondomaður Þórs var svo kjörin Björn Heiðar Rúnarsson. Flottur ungur strákur sem er að gera það gott. Ekki einvörðungu er hann snjall í Tae-kwo-do aukin heldur frábær siglingamaður að því að mér er tjáð. 

Fyrri þá sem vilja lesa nánar um þennan viðburð bendi ég á heimasíðu Þórs og þar er ítarleg frétt með myndum. Einnig má smella hér og hér til að stytta sér leið. 

Hér er svo mynd af Rakel Hönnudóttir íþróttamanni Þórs 2009

Íþróttamaður Þórs 2009

Og hér er svo Rakel með körfuboltamanni Þórs Lindu Hlín og Tae-kwo-do manni Þórs Birni Heiðari

Þrenning

Árlega bjóðum við Þórsarar bæjarbúum uppá þrettándagleði þar sem Álfakóngur og Drottning, Tröll, púkar, jólasveinar og alls kyns kynjaverur heimsækja okkur og aðstoða við að kveðja jólin með viðeigandi hætti. Í ár var engin undantekning á þessu. Íþróttafélagið Þór hefur haldið þrettándagleði allar götur frá árinu 1925. Til ársins 1940 var það gert annað hvert ár en frá árinu 1941 hefur það verið gert á hverju ári með þremur undantekningum þó. 

Ég hef aðstoðað körfuboltamenn við að skipuleggja þennan viðburð nú í tvö ár og er óhætt að segja að þetta sé afar gefandi og skemmtilegt. Ekki laust við að þetta hafi áhrif í fjölskylduna. Tengdasonurinn var álfakóngur nú annað árið í röð. Frumburðurinn þ.e. Dagbjört var nú álfadrottning svo það var mjög sérstakt að sjá þau hjónin í þessu hlutverki. Gaman. Elsta barnabarnið mitt hún Margrét Birta var í hlutverki púka svo ekki ekki skrítið þótt menn spyrji sig þeirra spurninga ,,hvar endar þetta?".  Ég var að sjálfsögðu með myndavélina á lofti og tók mikinn fjölda mynda og fyrir þá sem vilja sjá myndir af skemmtuninni er bent á heimasíðu Þórs eða nota sér flýtileið og smella hér en ef fólk vill lesa fréttin af Þórssíðunni þá smella hér

Álfakóngur og drottning

Kóngur einn dag

Margrét Birta púki

MBJ púki

Elín Alma vildi halda sig í hæfilegri fjarlægð... leist svona hæfilega á þessar kynjaverur

Elín Alma

Tröll

Tröll

Jólasveinar

Jólasveinar

Í lokin svo tvær skemmtilegar myndir sem ég tók af þeim jólasveinum sem vættu kverkarnar áður en þeir héldu til fjalla 

Coka Cola

Og vænan sopa

Súpa vel á

Nú er bara bíða og sjá hvort Vífilfell vilji ekki kaupa myndir - fín auglýsing

Fótboltinn byrjar að rúlla þessa daganna en í kvöld verður blásið til leiks í Soccerademótinu sem Knattspyrnudómarafélag Norðurlands stendur fyrir. Þangað senda 8 félög 10 lið til keppni. Þór sendir tvö lið þ.e. Þór 1 sem er m.fl. karla og Þór 2 sem er 2.fl. karla. Meira um þetta á www.thorsport.is og www.kdn.is. 

Í kvöld hefja svo strákarnir okkar leik í körfuboltanum eftir jólafrí. Þá koma KFÍ menn í heimsókn í íþróttahúsið við Síðuskóla. Við eigum harma að hefna en KFÍ vann fyrri leik liðanna frá því í haust. Meira um þetta á Þórssíðunni þar sem ég hef birt upphitunarpistil smellið hér

Þá er að koma sér í bólið og heimsækja Óla. Í morgunsárið fer ég svo í Hamar að vanda enda föstudagur og hitta félaganna í morgunkaffinu. Þar verða öll heimsins vandamál rædd og leyst. 

Þangað til næst:  Árið 1896 áttu Bretland og Zanzibar í stríði í 38 mínútur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

231 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband