Leita í fréttum mbl.is

Ég svíf um á rósbleiku skýi

Ég svíf............... já í alvöru það er engu líkara en ég svífi um á rósbleiku skýi. Palli fór í fótasnyrtingu í morgun og svífur....

Jólasveinn dagsins er Gáttaþefur og um hann var ort forðum daga

 

GáttaþefurEllefti var Gáttaþefur,

-aldrei fékk sá kvef,

og hafði þó svo hlálegt

og heljarstórt nef.

 

Hann ilm af laufabrauði

upp á heiðar fann,

og léttur eins og reykur,

á lyktina rann.

Á morgun kemur svo hinn geðþekki Ketkrókur. Hann fær sína vísu á morgun. Ætli Skúli viti af þessu?

Málsháttur dagsins: Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Fórstu í hvað Páll??? Þú ert að grínast í okkur!!

S. Lúther Gestsson, 22.12.2008 kl. 15:55

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Nei vinur þetta er ekkert grín - skora á þig að gera slíkt hið sama

Páll Jóhannesson, 22.12.2008 kl. 16:04

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Er ekki bara hægt að tala um að vera í skýjunum með eitthvað. Rósbleiku skýji, hvað var eiginlega innifalið, talar eins og versta kelling orðið.

Ég viðraði þetta við frúna enn grettusvipurinn og setning eins og "Leggjum þetta ekki á neinn fyrir jólin" sagði það sem sega þurfti.

S. Lúther Gestsson, 22.12.2008 kl. 20:05

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hættu nú að láta konuna grilla í þér. Kallaðu fram þetta mjúka og kvenlega í þér svona rétt fyrir jólin - og veistu ég svíf enn og skýið er enn rósbleikt

Páll Jóhannesson, 22.12.2008 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband