Leita í fréttum mbl.is

Hvernig má það eiginlega vera?

Ég hreinlega sprakk úr hlátri þegar ég horfði á fréttatíma sjónvarpsins í kvöld. Frá því var sagt að öryrkjum og öldruðum fjölgaði mjög á krepputímum...............  Ég veit ekki með ykkur en þetta finnst mér í meira lagi undarleg fullyrðing. Það kann að vera að öryrkjum fjölgi á þeim tímum en ég get ekki með nokkru móti skilið það að öldruðum fjölgi við það eitt að kreppi að...... ég hélt að það væri aldurinn á fólkinu sem réði þessu en ekki efnahagsástandið. Það skildi þó aldrei vera að fólkið eldist hraðar í kreppunni. Vá hvað ætli ég verði gamall á morgun?

Þá var einnig greint frá því að hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti lýðveldis Íslands hefði farið fram á það skriflega að ríkisstjórn Íslands lækkaði sig í launum. Fín hugsun en hversu djúpt ristir hún? Laun forseta Íslands er bundinn í landslög og þarf að breyta stjórnarskránni til þess að koma þessu í gegn, því samkvæmt stjórnarskránni er bannað með lögum að lækka laun forseta Íslands. Það er hins vegar ekkert sem bannar honum að gefa þann hluta launa sinna sem hann vill lækka. Ég vil benda honum á að drífa í því til eru mörg samfélagsleg samtök sem gætu nýtt þessa peninga t.d. Mæðrastyrksnefnd.

Hvað um það. Í morgun kom hin skrítni jólasveinn til byggða sem Gluggagægir heitir. Allt annað fólk sem stundar þessa iðju sem Gluggagægir stundar er kallað ,,perrar". Um þennan jólasvein var ort forðum daga

 

GluggagægirTíundi var Gluggagægir,

grályndur mann,

sem laumaðist á skjáinn

og leit inn um hann.

 

Ef eitthvað var þar inni

álitlegt að sjá,

hann oftast nær seinna

 

í það reyndi að ná.

 

Á morgun kemur svo Gáttaþefur til byggða og er hann sá 11. í röð þeirra bræðra sem heimsækja mannabyggðir með brölti og bramli um hver jól.

Málsháttur dagsins: Manneskjan er það stærsta furðuverk í heiminum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Fín tillaga með forsetann, ef hugur fylgir máli hjá honum þá ætti hann að drífa sig í mæðrastyrksnefndina eða annan góðan stað með peningana sína

Rúnar Haukur Ingimarsson, 22.12.2008 kl. 13:16

2 identicon

Annað hvort hrynur ungt fólk niður á krepputímum, eða þá það sem líklegra er: Það flytur úr landi. Það er eiginlega eina eðlilega  skýringin á þessarri frétt.

Nú er hins vegar boðið upp á kreppu í úrvali í nágrannalöndum okkar og jafnvel löndum sem liggja lengra í burtu og vandséð er hvernig við Íslendingar gætum hafa komið á kaldan klaka með bankabröltinu. Í Japan tapar Toyota, þrátt fyrir að Íslendingar hafi keypt langflesta Landcruiser 200 á 15millj.+ miðað við höfðatölu. Það ætti hins vegar að vera heiminum næg lexía þegar kemur að því að miða séríslenskt bruðl við höfðatölu að það er ekkert að marka þegar höfuðin eru tóm, því þá er veskið það yfirleitt líka.

Við konan höfum eytt undanförnum sumarfríum í Danmörku og kunnum þar orðið afar vel við okkur. Danir hafa jafnan verið hinir vingjarnlegustu í okkar garð en, vel að merkja, við höfum aðeins farið "fyrir kreppu" en ekki eftir. Nýverið heyrðum við af afturfótagangi í dönsku fjármálalífi sem að öllum líkindum væri Íslendingum að kenna, rétt eins og hjá fleiri þjóðum. Við ákváðum því að tæma budduna til bjargar Dönum og keyptum þessa fínu eldhússinnréttingu þaðan. Þar sem fleiri þjóðir í Evrópu hafa jú farið illa útúr fimleikum íslenskra fjárbréfalabbakúta (skammstafað FÍFL) þá keyptum við ítölsk eldunartæki og litháískan kæliskáp (held ég)

Við höfum því lagt okkar af mörkum til evrópskra markaða að við teljum.

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband