Leita í fréttum mbl.is

Gullmoli dagsins

Fótboltastelpa

Í dag eru liðin nákvæmlega 7 ár frá því að þessi ljúfa stelpa leit dagsins ljós. Elín Alma er næst elst barnabarna okkar. Hún er líkt og systkini sín þvílíkur gullmoli og gleðigjafi að stór orð þarf til að lýsa henni. Elín er skýrð að hluta til í höfuðið á móður sinni sem ber Elínar nafnið sem sitt annað nafn og einnig er þetta komið frá langömmu hennar í móðurætt. Í dag verður eðlilega boðið uppá kaffi í tilefni dagsins þótt aðal veislan verði ekki fyrr en um helgina. En það er ljóst að afi mætir í dag og morgun og aftur um helgina og sér til þess að góðgæti sem  borið verður á borð skemmist ekki. Elsku Elín Alma til hamingju með afmælið.

Óhætt að segja að það verði mikið að gera í dag. Í hádeginu verður haldinn 23. súpufundur Þórs, Greifans og Vífilfells. Það verða góðir gestir sem sitja við háborðið og flytja framsögu og svara fyrirspurnum. Þetta eru Ólafur Rafnsson Forseti ÍSÍ og Helga Steinunn Guðmundsdóttir formaður Samherjasjóðsins. Ef þið viljið lesa meira þá farið á heimasíðu Þórs. Fundurinn hefst kl. 12:00 og stendur til kl. 13:00. Endilega drífa sig súpa, brauð og kaffi og ávaxtatoppur á aðeins 500 kr.

Í kvöld verður svo stórleikur í höllinni þar sem án efa sterkasta körfuboltalið Íslands í dag kemur í heimsókn. Ég er að tala um vesturbæjarstórveldið KR með þá Jón Arnór og Jakob Örn innanborðs. Í gær birti ég viðtal á heimasíðu Þórs við Benedikt þjálfara KR. Þar má sjá m.a. hverju Benni svaraði þegar hann var spurður að því hvort hann ætli að fá sér bauk eða fara á Bautann, farið og lesið viðtalið það má sjá hér. Einnig getur fólk lesið upphitunarpistil á heimasíðunni þar sem ég spái örlítið í spilin og birti einnig stutt viðtal við Hrafn þjálfara Þórs sjá hér. Leikurinn hefst kl. 19:15. Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Í morgun kom Hurðarskellir til byggða hann er sjöundi í röð bræðra sinna. Sá skrítni karl kemur venjulega með brölti og braki og brestum miklum og hurðarskellum. En hér í Drekagilinu varð fólk lítið vart við hann enda engir skór út í glugga. Um hann var ort forðum daga.

 

HurðarskellirSjöundi var Hurðaskellir,

- sá var nokkuð klúr,

ef fólkið vildi í rökkrinu

fá sér vænan dúr.

 

Hann var ekki sérlega

hnugginn yfir því,

þó harkalega marraði

hjörunum í.

Á morgun kemur svo Skyrgámur og hann fær sína lesningu þegar þar að kemur.

Málsháttur dagsins: Betra er bæn að neita en með eftirtölum veita


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Til hamingju með barnabarnið . Vonandi gengur Þórsurum vel í kvöld.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.12.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

248 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband