Leita í fréttum mbl.is

Átti ég að segja sannleikann eða gera eins og kattarkvikindið

Spói,,Afi af hverju eru engir fuglar í garðinum þínum?". Mér vafðist tunga um tönn, hvað átti ég að segja. Átti ég að segja sannleikann eða gera eins og kattarkvikindið og dansa í kringum sjóðandi heitan grautarpottinn?. Sannleikurinn er nefnilega sá að í hverfið sem ég bý í er fullt af kattarkvikindum, sem ég kalla meindýr. Fuglalíf heyrir sögunni til enda kattafárið slíkt að það hálfa væri meira en miklu meir en nóg. Kattar ófétin virða engin landamæri og rjúfa friðhelgi einkalífsins um leið og maður vogar sér að opna glugga til að lofta út þá kemur köttur í heimsókn. Óþolandi ástand. Ég spyr mig aftur og aftur þeirra spurninga af hverju í andsk... er lausaganga katta ekki bönnuð? Já það er köttur í bóli Bjarnar, svo mikið er víst.

Þetta er dapurlegt. Ég sem þrái að heyra fuglasöng. Ég vildi óska þess að ég þyrfti að heyja harða baráttu við fuglinn um berin á rifsberjarunnanum. En í raun er svo ekki. Fuglinn þorir einfaldlega ekki að láta sjá sig. Nágranni minn sem á kött sagði ,,þetta er ekkert mál kettirnir eru með bjöllur". Jú rétt er það en fuglinn tekur samt enga sénsa, hann einfaldlega finnur sér betri stað þar sem minna er um ketti.

Meðan dóttir mín bjó í Hrísey var ég þar tíður gestur. Hrísey iðar af flugalífi, og eyjan er nánast laus við Ketti, ekki alveg. Á þeim tíma sem ég var tíður gestur var einn köttur í eyjunni og það sem meira er hann var tjóðraður eins og gert er við hunda, hreint út sagt til fyrirmyndar. Fuglarnir flögruðu um og sungu ,,dirrindin, dirrindií" meðan kísi lá í grasinu og malaði. Þessi umræddi köttur fékk aldrei að ganga laus utan dyra og þrátt fyrir það leið honum bara askoti vel. Lausaganga katta í eynni er bönnuð. Hrísey er hluti af Akureyri. Ég geri þá kröfu að sömu lög gildi hér og þar og væri meir en til í að lúta reglum Hríseyjar í þessu máli, og hana nú.

Myndin sem fylgir þessari bloggfærslu er að sjálfsögðu ekki tekin í mínum garði heldur tekin við sumarbústað við Hestfjall þar sem Theódór óðalsbóndi ræður ríkjum í minn garð koma ekki fuglar nema þeir væru í sjálfsmorðs hugleiðingum.

Og hvað barnabarnið viðkemur þá fór ég bil beggja og sagði barninu hálfan sannleikann en sleppti því að segja hvað afi hefur í hyggju að gera varðandi þessi mál - það bíður betri tíma. Og ef kisi vissi hvað ég er að bralla og undirbúa þá léti hann aldrei sjá sig í mínum garði svo mikið er víst,  bíðið bara kattarófétin ykkar Devil.

Slagorð dagsins: Hunds tungan græðir en kattar tungan særir  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Amen

Þessi helv..... kattaróféti...... ég er sko ekki aðdáandi nr.1  Ég hata hálf ketti & vil ekki hafa þá nálægt mér eftir allan kattarganginn á mínu heimili, komandi inn á heimili manns & skíta út hvítu rúmfötin mín, ég matinn á bekkjunum o.s.frv óþolandi

Dagbjört Pálsdóttir, 28.7.2008 kl. 08:38

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Þetta kattarfár er alveg óþolandi, hérna í nágrenni við mig eru ansi margir kettir og svo ganga þeir lausir allan sólarhringinn. Margir að vísu með bjöllu en ekki allir. Gjörsamlega óþolandi að geta ekki haft opna glugga á sinu heimili því þeir eru fljótir að smeygja sér inn.

Finnst það ansi hart að þurfa að passa uppá ketti annarra - tala nú ekki um að þurfa að hafa lokið alltaf á sandkassanum þegar krakkarnir eru hættir að leika svo kettirnir noti hann ekki sem klósett.

Banna lausagöngu katta eða það sem er einfaldast hafa sömu reglur fyrir þá og hunda - eigendur týni upp eftir þá eins og hunda.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 29.7.2008 kl. 11:31

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Er búin að hafa fuglasöng í eyrum undanfarna daga í Kjósinni. Og hreiður eru við húsveggi, enda engir kettir þar. Kattarhald er bannað í sumarbústaða hverfinu. Nú svo voga fuglarnir sér í garðinn minn í fæðisleit  enda ekki mikið um ketti í þessu hverfi.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.7.2008 kl. 21:44

4 identicon

Flottur Spói maður.........

Theódór S. Halldórsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 11:42

5 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Palli minn ég hef nú oftar en ekki verið fengin í það starf að farga svona meindýrum eins og þú talar um í þessum ágætis pistli.

Kveðja í kotið. 

Runólfur Jónatan Hauksson, 1.8.2008 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband