Leita í fréttum mbl.is

Höfðingleg gjöf

Í gær var greint frá því að mikil ólæti hafi verið í miðbæ Akureyrar og m.a. hópslagsmál á Eimskipafélagsbryggjunni. Menn voru keyrðir niður og barðir með rörum svo dæmi sem tekið. Greinilegt að eitthvað drykkurinn verið görugur sem þetta blessaða fólk lét inn fyrir varir sínar. Eða þá kannski þetta hafi verið afvegavillt utanbæjarpakk sem hvergi hefur fengið tjaldstæði í bænum, hver veit?.

Mínir menn í Manchester City tóku á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á City of Manchester Stadium. Skemmst er frá því að segja að þeir bláu fóru með sanngjarnan 3-1 sigur af hólmi. Eftir leiki helgarinnar er lið City í 3 sæti deildarinnar með 16 stig. Þar með er City enn taplaust á heimavelli eftir að Sven Göran Erikson tók við liðinu.

Fór á lokahóf knattspyrnudeildar Þórs í gærkvöld. Þar sem meistaraflokkar karla og kvenna ásamt öðrum flokki karla og kvenna, stjórnar- og stuðningsmenn og helstu styrktaraðilar komu saman og skemmtu sér hið besta. Meistarakokkurinn Peter Jones ásamt aðstoðarkokki sínum honum Eddi Linden töfruðu fram snilldar mat eins og þeim einum er lagið.

Á lokahófinu bar það til tíðinda að Baldur Guðnason forstjóri og eigandi Eimskips tilkynnti að hann og fjölskylda sín hafi ákveðið að gefa knattspyrnudeild Þórs 5 milljónir króna. Stofna á knattspyrnuakademíu Þórs og mun þessir peningar renna þar inn sem stofnfé. Baldur sem hefur alla tíð verið Þórsari lék m.a. þrjú ár með Þór í efstu deild. Baldur gaf þessa peninga í minningu um föður sinn Guðna Jónsson sem lék allan sinn feril með Þór og ÍBA sem og Íslenska landsliðinu, sem og föðurbróðir sinn Þórarinn Jónsson sem lést í bílslysi árið 1951 í íþróttaferð Þórsfélaga um vestfirði. Baldur og fjölskylda - takk fyrir.

Greint var frá því að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki taka upp evru. En meirihluti vilji hins vegar ganga í ESB. Vona að skoðanakannanir af þessu tagi verði ekki leiðandi fyrir stjórnvöld. Meirihluti þjóðarinnar hefur ekki vit á því frekar enn stórhluti þingheims hvort þetta sé skynsamlegt eður ei. Ef eitthvert vit væri í stjórnmálamönnum landans þá fengju þeir óháða sérfræðinga sem hafa vit á þessum málum til þess að gera alvöru úttekt á því hvað landinn ætti að gera. Kynna niðurstöður fyrir þjóðinni og spyrja svo. Það væri fúlt ef við myndum annað hvort hafna að taka inn eitthvað bara vegna þess að við höldum eitthvað eða höldum ekki eitthvað.

Fróðleikur dagsins: Vatnsmagn Amazon fljótsins er meira en samanlagt vatnsmagn næstu átta stærstu fljóta heims.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Svona svona Palli minn, konur eru nú líka menn!

Edda Agnarsdóttir, 30.9.2007 kl. 23:11

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Rétt hjá þér. En ef ég hefði sagt bara knattspyrnumenn eða fólk þá hefðu nú einhverjir verið snöggir að minna mig á gleyma ekki konunum. Jú auðvitað eru þið líka menn, nema hvað?

Páll Jóhannesson, 30.9.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband