Leita í fréttum mbl.is

Má komandi kynslóð taka ákvörðun um mál sem mín kynslóð má ekki gera??

flutningarEr að pæla í því hver rökin eru fyrir því og eða hver fann upp á þeirri endaleysu að segja að mín kynslóð verði að fara varlega í að virkja til þess að komandi kynslóð geti haft val um að virkja eður ei? Þarf komandi kynslóð ekki að hugsa eins og mín kynslóð? Getur verið að komandi kynslóð megi bara vaða út í hvaða vitleysu sem er og þurfi ekki að taka tillit til komandi kynslóða? Dálítið beyglað, ekki satt?

Nú styttist óðfluga eins og óð fluga í að ég þarf að láta hana endanlega frá mér - íbúðinni í Borgarhlíð. Er í óða önn að hjálpa leigjendunum að koma sér út - út í gám. Afhendi svo nýjum eiganda íbúðina n.k. sunnudag. Það verður eftirsjá í þessari elsku, þarna áttum við margar ljúfar minningar. Meðan á útburði (flutningum) stendur eiga einhverjir eftir að kvarta undan bakverkjum, lúnum fótum og þreyttum höndum og þjást af miklum verkkvíða. Ef að líkum lætur má heyra stunur hér og hvar þar til allt verður af staðið.

Nú verð ég að sigla milli skers og báru til að halda bloggvinum mínum ánægðum. Anna Bogga mín yndislega frænka tekur gleði sína vegna þess að pólitískum bloggfærslum hefur fækkað svo mjög, það er gott að geta glatt. Aðrir hafa af því gaman að lesa mína klikkuðu pólitísku vangaveltum, þótt ekki séu þeir alltaf sammála. Ég reyni nú af fremsta megni að gera öllum til hæfist til að þeir haldi nú áfram að heimsækja bloggið mitt.

Fróðleikur dagsins: Allir hafa ljósmyndaminni. Sumir eru bara ekki með filmu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ætla leigendurnir að búa í gámnum?

Edda Agnarsdóttir, 27.6.2007 kl. 12:21

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

átti náttla að vera LEIGJENDUR

Edda Agnarsdóttir, 27.6.2007 kl. 12:21

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þau eiga góða að sem leyfa þeim að liggja inni þar til að þau fá nýju íbúðina sem þau fá 23. júlí. Þetta er nú einu sinni dóttir mín - tengdasonur og barnabörn sem voru í íbúðinni svo að aldrei kom til greina að henda þeim í gám

Páll Jóhannesson, 27.6.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

245 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband