Leita í fréttum mbl.is

Þvílíkt sjónarspil.

Sólsetur.Á miðnætti í gærkvöld fór ég út í Krossanesborgir sem er í útjaðri Akureyrar til þess að njóta þess sjónarspils sem sólsetur getur verið. Það er nokk sama hvar maður fylgist með sólsetri það er alltaf fögur sjón óháð staðsetningu. Ég er kannski ekki besti ljósmyndari í heimi en ég smellti af slatta af myndum og setti nokkrar inn í myndaalbúmið (Dýralíf - Náttúran) og endilega njótið með. Hef verið að setja inn myndir í albúmin af hinum ýmsu atburðum.

Stelpurnar í Þór/KA öttu kapp við stórlið KR í Frostaskjólinu í kvöld og máttu sætta sig við 5 - 1 tap. Talsverður getumunur er á þessum liðum svo að kannski má segja að þetta hafi ekki verið svo slæm úrslit.

Margir hafa haft af því talsverðar áhyggjur hvernig ,,granni" minn ræðst á mig með skrítnum uppákomum. Það er hins vegar algerlega óþarft að hafa af þessu nokkrar áhyggjur því ég hef mikið gaman af þessu skrítnu samtölum míns og granna. Granni er einn af þessu sérkennilegu karakterum í okkar nútímalega samfélagi sem gerir lífið bara fjölbreyttara. Hann er skemmtilega undarlegur og til þess að hrekja hann ekki frá mér læt ég hann njóta nafnleyndar. Með því móti næ ég að segja ykkur frá samtölum okkar af og til. Ef ég hins vegar kjaftaði frá er hætt við því að hann hætti að reyna ergja mig.

Er að reyna manna mig upp í að hefja framkvæmdir við gerð á sólpalli með skjólvegg og öllu tilheyrandi. Var búinn að lofa frúnni að hefja framkvæmdir fljótlega svo að ekki er mikið lengur til setunnar boðið og trúlega verð ég að hefjast handa ekki mikið seinna en alveg strax. Ég hugga mig þó við það að hönnun á þessu tréverki er hafin svo að segja má með sönnu ef eitthvað er að marka máltækið góða ,,hálfnað verk þá hafið er" sé verkið hafið í það minnsta á teikniborðinu.

Fróðleikur dagsins:  Sjaldan fellur róninn langt frá flöskunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ji hvað ég er glöð að kosningarnar eru liðnar.  Það er aftur orðið gaman að lesa skemmtilegar sögur hjá frænda 

Anna Bogga (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 15:00

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hahaha  Hún Anna Bogga frænka þín bara veit ekki hvað það er gaman að blogga í kosningahamnum!

Edda Agnarsdóttir, 26.6.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband