Leita í fréttum mbl.is

Afi af hverju ertu að mála matinn?

Það er búið að vera líf og fjör hjá ,,gamla" settinu sem er þessa daganna í hlutverkum dagforeldra. Það er dásamlegt og enn meira spennandi þar sem börnin eru jú barnabörnin.  Hjálpa til við heimanám, guði sé lof að börnin eru ekki komin lengra í skólakerfinu.... Fer að styttast í að lítil aðstoð verði að finna hjá gamlingjunum, enda gilda ekki alltaf þessi týpísku svör sem maður grípur til þegar manni verður svara vant þegar ungdómurinn kemur með snúnar spurningar og maður freistast til að fara í kringum hlutina án þess að gefa tæmandi svör.

Börnin koma oftar en ekki með skemmtilegar pælingar sem í raun eru svo djúpar að manni  verður orðavant. Gott dæmi um slíkt poppaði upp um liðna helgi þegar tvö af barnabörnunum fengu að sofa hjá okkur þ.e. Margrét Birta og Elín Alma. Elín Alma var lögst upp í rúm og var að búa sig undir að fara í draumheima og sagði ,,Afi, hver fæddi Guð, þagði augnablik en bætti við eða kom hann bara?". Ég varð eðlilega hugsi smá stund en sagði svo ,, ég bara veit það ekki, hef aldrei hugsað út í þetta". Það fyrsta sem Elín sagði morguninn eftir við mig var ,, Afi ertu búinn að hugsa hver fæddi guð, eða kom hann bara?".

Önnur perla féll svo í dag þegar ég stóð við eldhúsbekkinn og var að pensla kjúklinginn með grillolíu sem átti að fara á grillið. Kemur þá ekki eitt barnabarnið (Jón Páll) til mín og segir ,,Afi af hverju ertu að mála matinn?". Er nema von að maður sé stundum slæmur innvortis ef maður er farinn að mála matinn?.

Að grilla málaðan kjúkling

Frúin læddist út með vélina og skaut á karlinn einni mynd.

Í eftirmat fékk svo yngri kynslóðin íspinna sem algerlega féll í kramið. Og ekki laust við að yngsta barnabarnið Hólmfríður Lilja hafi notið þess út í ystu æsar að snæða þetta góðgæti hjá ömmu sinni.

Nammi

Nammi namm.

Í gær tókum við smá bíltúr ég og Jón Páll og eins og svo oft áður var myndavélin með í för. Og við stöldruðum aðeins við í Strandgötunni neðan við líkamsræktarstöðina Átak en þar er listaverið Farið staðsett og vísar í áttina að flugvellinum. Sá stutti var alveg með það á tæru af hverju listaverkið var svona í laginu eftir að afi hafði útskýrt. Afi þetta er eins og flugvél og gerir svona.... 

Farið

Að lokum ein mynd sem tekin var af systrunum um síðustu helgi við leik. Þá hafði amma náð í dúkkudót sem heitir Bradz eða eitthvað álíka...... skiptir ekki öllu þótt við strákarnir séum ekki með það á hreinu

Leikur

En veðrið þessa daganna gefur okkur enn og aftur tilefni til vera spennt og það er greinilega vor í lofti. Við Þórsarar tökum enga áhættu og erum búnir að kveika á hitakerfinu í Þórsvellinum enda viljum við hafa hann klárann þegar boltinn fer að rúlla. Hér að neðan eru tvær myndir af vellinum. Sú fyrri er síðan sl. fimmtudag daginn sem kveikt var á kerfinu og hin síðari tekin í dag.

1. dagur í hita

6. dagur í hita

Eins og þið sjáið gerast hlutirnir hratt. En taka verður með í dæmið að veðurguðirnir hafa verið duglegir við að leggja þessu verkefni lið með hlýju veðurfari og sæmilegri rigningu i einn dag. 

Þangað til næst

Fróðleikur dagsins: New York hét eitt sinn New Amsterdam.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband